Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2019 11:32
Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi.
„Þetta er magnað og fjölmennt verkfall hér á Íslandi. Okkur fannst mikilvægt að verða vitni að þessu,“ sagði Okunuki en túlkur þýddi orð hennar jafnóðum úr japönsku yfir á ensku í viðtali við Heimi Má Pétursson.
Innflytjendur í Japan glími einnig við erfiðleika. Þau telja vandamálin þar svipuð þeim hérna.
„Við flugum níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu.“